Ljósiđ

Námskeiđ fyrir nýgreindar konur
nygreindar.jpgVegna mikillar aðsóknar þá byrjum við nýtt námskeið fyrir konur sem eru að greinast í fyrsta skipti, eða greindust á sl. ári með krabbamein
Hefst mánudaginn 31. október kl. 10:00-12:00
 

Markmið: Farið yfir þá reynslu og viðbrögð við að greinast með krabbamein og þeirri meðferð sem því fylgir. Markmið hópsins er einnig að kynnast jafningjum í svipaðri stöðu.

Fræðsla um sálrænan stuðning, fylgikvillar meðferðar, mikilvægi þess að halda hlutverkum, líkamleg uppbygging eftir greiningu, framtíðarsýn og fleira.

Umsjón: Guðbjörg Dóra Tryggvadóttir iðjuþjálfi,

en auk hennar koma: Erna Magnúsdóttir iðjuþjálfi, Hrefna Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur, Matti Osvald markþjálfi og heilsufræðingur, Kristín Ósk Leifsdóttir sálfræðingur, Margrét Indriðadóttir og Haukur Guðmundsson sjúkraþjálfarar, Unnur María Þorvarðardóttir iðjuþjálfi.

 

7 vikur kr. 3000

Skráning í síma 5613770

 
Útivistarhópur 26.október
tungufoss_vid_varma.jpg
Miðvikudagur 26.okt    Álafosshvos - Varmá

Við leggjum af stað frá Ljósinu kl 12.30 þar sem við getum sameinast í bíla, eða hittumst á bílastæðinu við Álafosshvosina kl:13.00
Við ætlum að ganga frá Álafosshvosinni og meðfram Varmá og nágrenni.
Klæða sig eftir veðri, við eigum að vera laus við mikinn vind en eins og við finnum þá hefur kólnað nokkuð undanfarið.
Að göngu lokinni verður kíkt í kaffi....hugsanlega á Kaffi Álafoss 
Hlökkum til að sjá ykkur.

 
Saguna styrkir Ljósiđ
saguna_ljosid_banner.gif
 
Mamma veit best
Image
 
Út fyrir kassann - námskeiđ fyrir 14-16 ára
ut_fyrir_kassann_16_9.jpg
Lesa meira...
 
Útivistarhópur 12.okt
oskjuhlid.jpg

Öskjuhlíð - Perlan

Við leggjum af stað frá Ljósinu kl 12.30 þar sem við getum sameinast í bíla, eða hittumst á bílastæðinu við Perluna kl:13.00

Við ætlum að ganga um Öskjuhlíðina, verið vel klædd því veðurspáin sýnir rigningu og nokkrun vind.

Svo kíkjum við á kósi stað í kaffi eftir gönguna.

Hlökkum til að sjá ykkur. 

 
Útivistarhópur 5.október

reykjadalur.png

Athugið !!

Vegna leiðinlegrar vindaspár fyrir miðvikudaginn 5.okt, höfum við ákveðið að færa gönguna í Elliðárdalinn. Við ætlum að hittast við Rafveituhúsið kl:13.00 eða getum sameinast í bíla í Ljósinu kl:12.30

 

Reykjadalur í Mosfellsbæ > færum okkur í Elliðárdalinn.

 
Við leggjum af stað frá Ljósinu kl 12.30 þar sem við getum sameinast í bíla, eða hittumst á bílastæði innst í Reykjadalnum. Í Mosfellsbæ er beygt til hægri inn á Reykjaveginn og hann ekinn á enda. Blasir þá við bílastæði og upphaf gönguleiðar.
Hlökkum til að sjá ykkur 
 
Breytingar á Body Balance
bodybalance.jpg

Breyttur tími á BODY BALANCE

Við bendum á að BODY BALANCE í Hreyfingu fyrir Ljósbera færist frá og með 6.okt yfir á fimmtudaga kl. 13:10. Næsti tími verður því ekki þriðjudaginn 4. október heldur á fimmtudaginn 6. október kl. 13:10. 
 
Útivistarhópur 28.september
reynisvatn.jpg
28. september: Reynisvatn
Við leggjum af stað frá Ljósinu kl 12.30 þar sem við getum sameinast í bíla eða hittumst við Sæmundarskóla í Grafarholti. Ekinn er Vesturlandsvegurinn þar til komið er að mislægu gatnamótunum sem liggja yfir í Grafarholt. Við beygjum þá til hægri inn á Reynisvatnsveginn og síðan aftur til hægri inn Jónsgeisla við fyrsta hringtorg sem komið er að. Þegar við komum að Krosstorgi, sem er næsta hringtorg á leið okkar,er tekinn síðasta afrein og ekið inn á Gvendargeisla. Þá fljótlega blasir Sæmundarskóli við. Reynisvatn er gríðarlega vinsælt útivistarsvæði höfuðborgarbúa. Þar er fjöldi göngustíga svo við verðum ekki í vandræðum með að finna góðan hring.
Hlökkum til að sjá ykkur.
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Nćsta > Endir >>

Úrslit 1 - 10 af 92
 

Gerast Ljósavinur

Þú getur gerst Ljósavinur og styrkt starfsemi Ljóssins.  

Gjaldið er kr 3.500,- og rukkað einu sinni á ári eða í apríl. 

Allir styrkir fara beint í endurhæfinguna og hjálpar þannig til við að efla lífsgæði krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra.

 

 Smelltu hér til að gerast Ljósavinur.

Viltu styrkja Ljósiđ

Þú getur lagt inn frjáls framlög á styrktarreikning Ljóssins

reikn.no 0130-26-410420
kt: 590406-0740
Langholtsvegur 43 - 104 Reykjavík

Endurhćfing í Ljósinu

kaffi.jpgEf þú hefur áhuga á að koma kynna þér og taka þátt í starfssemi Ljóssins þá ertu velkomin/n að kíkja í kaffi og við munum taka vel á móti þér og kynna þér starfssemina. Einnig eru kynningarfundir alla þriðjudaga kl:11.00, þar er farið ítarlega í hvernig endurhæfingin fer fram í Ljósinu.

Ljósið er opið alla virka daga frá kl:8.30 - 16.00

Ljósiđ - In english

Minningarkort

minning-kross.jpgNú er hægt að kaupa falleg minningarkort í Ljósinu.  Sigrún Lára Shanko, listakona og félagi í Ljósinu hannaði og málaði myndina sem er keltneskur kross.

Sigtipokar

drykkur4.jpg
 

 

 

 

Erum með til sölu sigtipoka sem eru notaðir til að sigta safa og möndlumjólk, einnig hægt að nota þá til að láta spíra í.

Pokinn kostar 1000 kr

Smelltu á myndina til að fá uppskrift af grænum djús frá Sollu á Gló

img_5057.jpg

Um Ljósiđ

Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt.
Lesa meira

Útivistarhópur Ljóssins

Göngur útivistarhópsins eru skipulagðar gönguferðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins komandi miðvikudaga. 
Æskilegt er að þátttakendur geti gengið í eina klukkustund . Hópurinn hittist alla miðvikudaga kl:13.00 
Umsjón með hópnum er Margrét Indriðadóttir, sjúkraþjálfari

Hreyfing styrkir Ljósiđ

Undanfarin ár hefur Ljósið
verið að efla líkamlega
endurhæfingu með því t.d. að vera í samvinnu við Hreyfingu,
Álfheimum.     Sjá nánar hér

hreyfing_logo.png

     

Vertu međ okkur á Facebook


Ţú ert hér:Forsíđa
Ljósið | Langholtsvegi 43 | 104 Reykjavík | Sími 561-3770