Ljósiđ

Útivistarhópur

Miðvikudagur 25. janúar

Við ætlum að ganga á Álftanesi þennan miðvikudag. Hittumst á bílaplaninu við Bessastaði og strandlengjan verður könnuð. Þaðan er ótrúlega fallegt útsýni til Reykjavíkur, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Hittumst hress í hlýjum vetrarfatnaði og með bros á vör annað hvort í Ljósinu kl. 12.30 eða við Bessastaði kl. 13.00.

 
Ny heimasída

Við biðjumst velvirðingar á letrinu á þessari síðu, sem ekki virðist vera hægt að laga.

Verið er að vinna í nýrri heimsíðu og verður hún sett í loftið eftir örfáa daga. 

 
Saguna styrkir Ljósiđ
saguna_ljosid_banner.gif
 
Ný námskeiđ 2017
n_nmskei_2017-page-001.jpg

Markmið með námskeiðum í Ljósinu.

Markmiðið er að fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra fái fræðslu, umræður og stuðning til að takast á við breytt lífsskylirði í kjölfar veikinda. Unnið er markvisst að því að efla lífgæðin í öruggu og styðjandi umhverfi. Stór hópur fagaðila koma að námskeiðunum. Skráning er hafin í síma 5613770 

Námskeið sem eru í boði í Ljósinu 2017.

Hefst 18. janúar - Aftur til vinnu eða náms lesa meira

Hefst 23. janúar - Fræðsla fyrir nýgreindar konur, yngri hópur, 50 ára og yngri lesa meira 

Hefst 25. janúar - Aðstandendur 20 ára og eldri lesa meira

Hefst 27. janúar - Fræðsla fyrir nýgreindar konur eldri hópur, 51 árs og eldri lesa meira 

Hefst 2. febrúar - Aðstandendur - Börn 6-14 ára lesa meira 

Nýtt! Hefst 3. febrúar - Fræðsla og stuðningur fyrir fólk sem er að greinast í annað skipti, upplýsingar í Ljósinu

Hefst 6. febrúar  - Fræðsla og stuðningur fyrir fólk með langvinnt krabbamein lesa meira

Hefst 6. febrúar - Fræðslufundir fyrir karlmenn lesa meira

Hefst 9. febrúar - Núvitund í daglegu lífi  lesa meira kynningarfundur 31.janúar kl:13.00

Út fyrir kassann. Ungmenni 14-16 ára - hefst í mars

Hjóna og paranámskeið. Auglýst síðar

Ungmenni 17-20 ára. Auglýst síðar 

 

Ljósið er að auki með marga stuðningshópa.

Jafningjahópar, aldursskipt

Ungir makar lesa meira

Strákamatur lesa meira

Ungliðahópur Ljóssins, Krafts og SKB lesa meira

 
Ný stundaskrá
Við opnum starfsemina aftur núna á mánudaginn 9. Janúar kl. 8:30 
Allt starf  hefst samkvæmt stundaskrá.
 
 
Útivistarhópur á nýju ári

Útivistarhópur 18. janúar

Hvaleyrarvatn og nágrenni

Leiðin liggur í Hafnarfjörðinn að þessu sinni en Hafnfirðingar eru ríkir af flottum útivistarsvæðum.  Við leggjum af stað frá Ljósinu kl 12.30 þar sem við getum sameinast í bíla, eða hittumst á fyrsta bílastæði við Hvaleyrarvatn þegar komið er að vatninu eftir Hvaleyrarvatnsvegi. Tökum góðan hring eftir merktum göngustígum sem við höfum ekki gengið áður og skreppum svo í kaffi eftir gönguna.

 
Ljósiđ á nýju ári
Kæru vinir ...Starfsfólk Ljóssins er með skipulagsdaga þessa viku, til að starfsemin verði bæði fagleg og farsæl árið 2017. Opnum mánudaginn 9 janúar samkvæmt dagskrá sem við sendum út. Ef þið eigið brýnt erindi við okkur hafið þá samband í síma Ljóssins 5613770. Hlökkum til að sjá ykkur. Kærleikskveðja 
 


 
Útivistarhópur 14.desember

Miðvikudagur 14.desember - Fjárborg/Hólmsheiði


Við leggjum af stað frá Ljósinu kl 12.30 þar sem við getum sameinast í bíla, eða hittumst á bílastæðinu við hesthúsin Fjárborg, við Rauðvatn kl:13.00. Keyrt er framhjá Rauðavatni áfram framhjá Olís Norðlingaholti þar að næsta hringtorgi og keyrt út eftir 3/4 og upp að hesthúsunum.

Þetta verður síðasti útivistarhópur fyrir jól, við ætlum að byrja aftur miðvikudaginn 11.janúar. Takk fyrir samveruna í vetur og eigið gleðileg jól.

-- Fjárborg er á holti suðaustan við Rauðavatn. Leiðigarður liggur frá henni til suðurs. Búið er að planta trjám yfir hann að hluta.
Á móhól skammt sunnan við Rauðavatn er önnur fjárborg. Vel sést móta fyrir henni á hólnum. Hún hefur verið gerð úr nokkuð stórum steinum neðst, en síðan hefur hún verið tyrfð. Borgin er á fallegum stað, en líklega vita fáir, sem þarna eiga leið um, hvaða mannvirki þetta gæti hafa verið.

 
Útivistarhópur 7.desember
Grafarholt - Rauðavatn 7.desember
Við leggjum af stað frá Ljósinu kl 12.30 þar sem við getum sameinast í bíla, eða hittumst á bílastæðinu við Sæmundarskóla, Gvendargeisla í Grafarholti. kl: 13.00.
Göngum frá Sæmundarskóla í átt að Rauðavatni, sést hefur jólasveina á svæðinu og munum við athuga málið. 
Eftir gönguna finnum við okkur góðann aðventu - kaffisopa eða kakó. 
Hlökkum til að sjá ykkur
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Nćsta > Endir >>

Úrslit 1 - 10 af 108
 

Gerast Ljósavinur

Þú getur gerst Ljósavinur og styrkt starfsemi Ljóssins.  

Gjaldið er kr 3.500,- og rukkað einu sinni á ári eða í apríl. 

Allir styrkir fara beint í endurhæfinguna og hjálpar þannig til við að efla lífsgæði krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra.

 

 Smelltu hér til að gerast Ljósavinur.

Viltu styrkja Ljósiđ

Þú getur lagt inn frjáls framlög á styrktarreikning Ljóssins

reikn.no 0130-26-410420
kt: 590406-0740
Langholtsvegur 43 - 104 Reykjavík

Endurhćfing í Ljósinu

kaffi.jpgEf þú hefur áhuga á að koma kynna þér og taka þátt í starfssemi Ljóssins þá ertu velkomin/n að kíkja í kaffi og við munum taka vel á móti þér og kynna þér starfssemina. Einnig eru kynningarfundir alla þriðjudaga kl:11.00, þar er farið ítarlega í hvernig endurhæfingin fer fram í Ljósinu.

Ljósið er opið alla virka daga frá kl:8.30 - 16.00

Ljósiđ - In english

Minningarkort

minning-kross.jpgNú er hægt að kaupa falleg minningarkort í Ljósinu.  Sigrún Lára Shanko, listakona og félagi í Ljósinu hannaði og málaði myndina sem er keltneskur kross.

Sigtipokar

drykkur4.jpg
 

 

 

 

Erum með til sölu sigtipoka sem eru notaðir til að sigta safa og möndlumjólk, einnig hægt að nota þá til að láta spíra í.

Pokinn kostar 1000 kr

Smelltu á myndina til að fá uppskrift af grænum djús frá Sollu á Gló

img_5069.jpg

Um Ljósiđ

Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt.
Lesa meira

Útivistarhópur Ljóssins

Göngur útivistarhópsins eru skipulagðar gönguferðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins komandi miðvikudaga. 
Æskilegt er að þátttakendur geti gengið í eina klukkustund . Hópurinn hittist alla miðvikudaga kl:13.00 
Umsjón með hópnum er Margrét Indriðadóttir, sjúkraþjálfari

Hreyfing styrkir Ljósiđ

Undanfarin ár hefur Ljósið
verið að efla líkamlega
endurhæfingu með því t.d. að vera í samvinnu við Hreyfingu,
Álfheimum.     Sjá nánar hér

hreyfing_logo.png

     

Vertu međ okkur á Facebook


Ţú ert hér:Forsíđa
Ljósið | Langholtsvegi 43 | 104 Reykjavík | Sími 561-3770