Ljósiđ

Ný dagskrá fyrir haustiđ
haust2016.jpeg
Ný stundaskrá fyrir haustið 2016 

Smelltu hér til að skoða

Nú er öll starfsemi að komast í fullan gang hjá okkur eftir sumarfrí.

Sjálfstyrkingarnámskeið, jafningjahópar og nýjir handverkshópar - athugið breyttan tíma á handverkshópum

Öll skráning á námskeið er í síma 5613770

 
Útivistarhópur Ljóssins
Útivistargangan 31. ágúst: Valaból í Heiðmörk
heidmork_1.jpgheidmork_2.jpg 
 
Við leggjum af stað frá Ljósinu kl 12.30 þar sem við getum sameinast í bíla eða hittumst á bílastæðið við Kaldársel kl. 13.00. Ekinn er Kaldárselsvegur, fram hjá Hestamiðstöð Íshesta, alla leið að sumarbúðunum í Kaldárseli. Gönguleiðin sem farin verður er 6 – 7 km og tekur eina og hálfa til tvær klukkustundir að mestu leiti á jafnsléttu. Hlökkum til að sjá ykkur.
 
Ljósabolir fyrir Reykjavíkurmaraţon

ljos_bolur.jpg Wice lausnir og Samskip styrktu Ljósið fyrir Reykjavíkurmarþonið og gáfu þessa glæsilegu boli til hlauparana okkar. Innilegar þakkir fyrir. #ljosid16

 

wice_lausnir.jpglogo-samskip.jpg
 
Tökum myndir í Reykjavíkurmaraţoni

Image

Verum dugleg að taka myndir í hlaupinu á laugardaginn. Allar myndir sem teknar eru og sendar á Facebook, Twitter og Instagram væri gott að fá merktar með #ljosid16 svo við getum skoðað dýrðina líka. Verið velkomin á hvatningarstöðina okkar gegnt JL húsinu frá 8.30 til 11.30. Við hlökkum óskaplega til hlaupsins og við minnum á áheitasöfnunina á hlaupastyrkur.is.  

 
Uppbygging unga fólksins

Líkamleg uppbygging fyrir ungt fólk (18 – 45 ára) í Ljósinu
Skemmtilegur félagsskapur í nýja flotta salnum okkar
Mánudaga og miðvikudaga kl. 14:30 – 15:30
Umsjón: Haukur sjúkraþjálfari
Image

 
Ný stundaskrá fyrir ágúst
Image 
Ljósið býður upp á ýmis endurhæfingarúrræði.
Við vekjum athygli á að Jóga byrjar aftur 2. ágúst.
Það er komin ný stundaskrá fyrir ágúst
sem má nálgast hér
Það bætist sífellt við stundaskrána aftur eftir sumarleyfin.
 
Gjöf til tćkjakaupa
Tækjagjöf

Í tilefni af 80 ára afmæli Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja árið 2015 ákvað stjórn þess að styrkja starfsemi Ljóssins með gjöf til tækjakaupa í endurhæfingar- og sjúkraþjálfunarsal Ljóssins. Jafnframt var gerður samningur milli samtakanna og Ljóssins um viðhald og endurnýjun tækja til ársins 2020. Formleg afhending tækjanna var miðvikudaginn 1. júní sl. í nýjum líkamsræktar- og endurhæfingarsal Ljóssins. 

Markmiðið með gjöfinni er að styðja grunnstarfsemi Ljóssins og gera endurhæfingu og sjúkraþjálfun aðgengilegri fyrir skjólstæðinga stofnunarinnar.

Með þessu vildu Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja veita Ljósinu viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu mikilvægs starfs við endurhæfingu og stuðning við fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Lesa meira...
 
Fjölmenni á Pallafjöri

Pallafjör

Margt var um manninn á Pallafjöri sem haldið var í dag, 14. júní. Vígð voru ný garðhúsgögn sem Ljósið fékk sem minningargjöf, boðið var upp á grillaðar pylsur, pastasalat og súkkulaðiköku. Fjölmennt var og frábær stemming á þessum dásamlega góðviðrisdegi.

Smellið hér  til að sjá smá myndband frá gleðinni. 

Lesa meira...
 
Langar ţig ađ styrkja ţig til ađ taka ţátt í Reykjavíkurmaraţoni Íslandsbanka í ágúst ?

Við í Ljósinu ætlum að hjálpa þér til þess.

fjoladrofn.jpgÚtihópur sem leggur áherslur á styrktaræfingar, skokk og hlaup fer af stað fimmtudaginn 28. apríl nk. kl 15:30

Við í Ljósinu yrðum afskaplega þakklát ef hópurinn myndi skrá sig inná hlaupastyrkur.is og hlaupa fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþoni þann 20. ágúst nk., hvort sem það eru Ljósberar, aðstandendur, starfsfólk eða aðrir.

 

Lesa meira...
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 Nćsta > Endir >>

Úrslit 1 - 10 af 75
 

Gerast Ljósavinur

Þú getur gerst Ljósavinur og styrkt starfsemi Ljóssins.  

Gjaldið er kr 3.500,- og rukkað einu sinni á ári eða í apríl. 

Allir styrkir fara beint í endurhæfinguna og hjálpar þannig til við að efla lífsgæði krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra.

 

 Smelltu hér til að gerast Ljósavinur.

Viltu styrkja Ljósiđ

Þú getur lagt inn frjáls framlög á styrktarreikning Ljóssins

reikn.no 0130-26-410420
kt: 590406-0740
Langholtsvegur 43 - 104 Reykjavík

Endurhćfing í Ljósinu

kaffi.jpgEf þú hefur áhuga á að koma kynna þér og taka þátt í starfssemi Ljóssins þá ertu velkomin/n að kíkja í kaffi og við munum taka vel á móti þér og kynna þér starfssemina. Einnig eru kynningarfundir alla þriðjudaga kl:11.00, þar er farið ítarlega í hvernig endurhæfingin fer fram í Ljósinu.

Ljósið er opið alla virka daga frá kl:8.30 - 16.00

Ljósiđ - In english

Minningarkort

minning-kross.jpgNú er hægt að kaupa falleg minningarkort í Ljósinu.  Sigrún Lára Shanko, listakona og félagi í Ljósinu hannaði og málaði myndina sem er keltneskur kross.

Sigtipokar

drykkur4.jpg
 

 

 

 

Erum með til sölu sigtipoka sem eru notaðir til að sigta safa og möndlumjólk, einnig hægt að nota þá til að láta spíra í.

Pokinn kostar 1000 kr

Smelltu á myndina til að fá uppskrift af grænum djús frá Sollu á Gló

14.jpg

Um Ljósiđ

Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt.
Lesa meira

Útivistarhópur Ljóssins

Göngur útivistarhópsins eru skipulagðar gönguferðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins komandi miðvikudaga. 
Æskilegt er að þátttakendur geti gengið í eina klukkustund . Hópurinn hittist alla miðvikudaga kl:13.00 
Umsjón með hópnum er Margrét Indriðadóttir, sjúkraþjálfari

Hreyfing styrkir Ljósiđ

Undanfarin ár hefur Ljósið
verið að efla líkamlega
endurhæfingu með því t.d. að vera í samvinnu við Hreyfingu,
Álfheimum.     Sjá nánar hér

hreyfing_logo.png

     

Vertu međ okkur á Facebook


Ţú ert hér:Forsíđa
Ljósið | Langholtsvegi 43 | 104 Reykjavík | Sími 561-3770