Ljósiđ

Esjugangan 2016

Hin árlega fjölskylduganga Ljóssins á Esjuna verður 29. júní nk. 

Í fyrra var frábær þátttaka, endurtökum leikinn. 

Við leggjum af stað frá Esjustofu kl. 13:00. Göngum upp hlíðar Esjunnar eins langt og hver og einn treystir sér til. Stefnum á að vera komin niður milli kl. 15:00-16:00. Þeir sem treysta sér ekki í gönguna geta hitt okkur á kaffi Esjustofu á þeim tíma. Allir velkomnir og gómsætar veitingar á Esjustofu eins og alltaf.

 

Esjugangan 2016

 
Gjöf til tćkjakaupa
Tækjagjöf

Í tilefni af 80 ára afmæli Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja árið 2015 ákvað stjórn þess að styrkja starfsemi Ljóssins með gjöf til tækjakaupa í endurhæfingar- og sjúkraþjálfunarsal Ljóssins. Jafnframt var gerður samningur milli samtakanna og Ljóssins um viðhald og endurnýjun tækja til ársins 2020. Formleg afhending tækjanna var miðvikudaginn 1. júní sl. í nýjum líkamsræktar- og endurhæfingarsal Ljóssins. 

Markmiðið með gjöfinni er að styðja grunnstarfsemi Ljóssins og gera endurhæfingu og sjúkraþjálfun aðgengilegri fyrir skjólstæðinga stofnunarinnar.

Með þessu vildu Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja veita Ljósinu viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu mikilvægs starfs við endurhæfingu og stuðning við fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Lesa meira...
 
Fjölmenni á Pallafjöri

Pallafjör

Margt var um manninn á Pallafjöri sem haldið var í dag, 14. júní. Vígð voru ný garðhúsgögn sem Ljósið fékk sem minningargjöf, boðið var upp á grillaðar pylsur, pastasalat og súkkulaðiköku. Fjölmennt var og frábær stemming á þessum dásamlega góðviðrisdegi.

Smellið hér  til að sjá smá myndband frá gleðinni. 

Lesa meira...
 
Ný sumarstundaskrá
Ný dagskrá fyrir maí/júní 2016 sjá hér
 
Útivistarhópur Ljóssins
 

Göngur útivistarhópsins eru skipulagðar gönguferðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins komandi miðvikudaga. Farið verður frá Ljósinu kl. 12.30 en einnig er hægt að mæta beint á bílastæðið sem gefið er upp fyrir viðkomandi göngu, rétt fyrir kl. 13.00. Umsjón með hópnum hefur Margrét Indriðadóttir sjúkraþjálfari. 

 

22.júní - Hvaleyrarvatn  

22. júní verður síðasta venjulega Útivistargangan fyrir sumarfrí, því 29. verður Esjudagurinn.

Við ætlum að ganga við Hvaleyrarvatn og upp á Stórhöfða. Hittumst í Ljósinu kl 12:30 eða á bílastæði við Hvaleyrarvatn kl 13.

Til að komast þangað er keyrt í Hafnarfjörð, beygt inn Kaldárselsveg (í áttina að hesthúsunum og Helgafelli) og svo beygt til hægri inn Hvaleyrarvatnsveg.

Gangan er um 5-6 kílómetrar.

Sjáumst! 
Fjóla 


 
Langar ţig ađ styrkja ţig til ađ taka ţátt í Reykjavíkurmaraţoni Íslandsbanka í ágúst ?

Við í Ljósinu ætlum að hjálpa þér til þess.

fjoladrofn.jpgÚtihópur sem leggur áherslur á styrktaræfingar, skokk og hlaup fer af stað fimmtudaginn 28. apríl nk. kl 15:30

Við í Ljósinu yrðum afskaplega þakklát ef hópurinn myndi skrá sig inná hlaupastyrkur.is og hlaupa fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþoni þann 20. ágúst nk., hvort sem það eru Ljósberar, aðstandendur, starfsfólk eða aðrir.

 

Lesa meira...
 
Samfélagsverđlaun Fréttablađsins 2016

olafur_og_erna_545x600.jpg
 
samfelagsverdlaun2016.jpg
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Yndislegt fyrir okkur öll sem stöndum að Ljósinu Verðlaunafé fyrir sjálf samfélagsverðlaunin er 1,2 milljónir króna.Tilnefningin var eftirfarandi: Félagasamtök sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndarstarf og lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt samfélag betra fyrir okkur öll.Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins fóru til Ljóssins í ár
 
Frćđslunámskeiđ fyrir nýgreindar konur

lily.jpg

Fræðslunámskeið  fyrir  konur, sem eru að greinast í fyrsta skipti, eða greindust á sl. ári

Skráning og nánari upplýsingar í síma 5613770

 

Hefst mánudaginn 6.júní kl: 10.00 - 12.00

Markmið: Farið yfir þá reynslu og viðbrögð við að greinast með krabbamein og þeirri meðferð sem því fylgir. Markmið hópsins er einnig að kynnast jafningjum í svipaðri stöðu.


 

 

Lesa meira...
 
Ađstandendanámskeiđ

adstandendanamskeid.jpgNámskeið fyrir aðstandendur krabbabeinsgreinda 20 ára og eldri

Nýtt námskeið hefst 12.apríl
Þriðjudagar kl: 17.00 - 19:00
skráning og upplýsingar í síma 5613770
 

Um er að ræða 6 vikna námskeið þar sem skapaður er vettvangur fyrir aðstandendur til að hittast og ræða um reynslu sína, áhyggjur og þá líðan sem fylgir því að eiga náinn ástvin sem greinist með alvarlegan sjúkdóm.  Námskeiðið er samsett af umræðum, fræðslu og léttum slökunaræfingum. Mikilvægt er að skapa traust og tryggja trúnað til að þátttakendur geti óhindrað tjáð sig um það sem liggur á þeim. Það er líka lögð áhersla á það að hlæja og hafa það skemmtilegt á námskeiðinu.

Lesa meira...
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 Nćsta > Endir >>

Úrslit 1 - 10 af 73
 

Gerast Ljósavinur

Þú getur gerst Ljósavinur og styrkt starfsemi Ljóssins.  

Gjaldið er kr 3.500,- og rukkað einu sinni á ári eða í apríl. 

Allir styrkir fara beint í endurhæfinguna og hjálpar þannig til við að efla lífsgæði krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra.

 

 Smelltu hér til að gerast Ljósavinur.

Viltu styrkja Ljósiđ

Þú getur lagt inn frjáls framlög á styrktarreikning Ljóssins

reikn.no 0130-26-410420
kt: 590406-0740
Langholtsvegur 43 - 104 Reykjavík

Endurhćfing í Ljósinu

kaffi.jpgEf þú hefur áhuga á að koma kynna þér og taka þátt í starfssemi Ljóssins þá ertu velkomin/n að kíkja í kaffi og við munum taka vel á móti þér og kynna þér starfssemina. Einnig eru kynningarfundir alla þriðjudaga kl:11.00, þar er farið ítarlega í hvernig endurhæfingin fer fram í Ljósinu.

Ljósið er opið alla virka daga frá kl:8.30 - 16.00

Ljósiđ - In english

Minningarkort

minning-kross.jpgNú er hægt að kaupa falleg minningarkort í Ljósinu.  Sigrún Lára Shanko, listakona og félagi í Ljósinu hannaði og málaði myndina sem er keltneskur kross.

Sigtipokar

drykkur4.jpg
 

 

 

 

Erum með til sölu sigtipoka sem eru notaðir til að sigta safa og möndlumjólk, einnig hægt að nota þá til að láta spíra í.

Pokinn kostar 1000 kr

Smelltu á myndina til að fá uppskrift af grænum djús frá Sollu á Gló

eldhus.jpg

Um Ljósiđ

Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt.
Lesa meira

Reykjavíkur Maraţon 2016

 
m.2016.pngTil ykkar sem  eruð farin að huga að árlegu Reykjavíkurmaraþoni.
Mikið væri gaman að fá marga hlaupara í okkar raðir, það er hægt að skrá sig strax í dag...Enn þann dag í dag verðum við að treysta á velvilja þjóðarinnar til að starfsemi Ljóssins lifi svo við getum haldið áfram endurhæfingu og stuðningi við krabbameinsgreinda og aðstandendur, hlökkum til að fá þig í okkar hlaupahóp.

Útivistarhópur Ljóssins

Göngur útivistarhópsins eru skipulagðar gönguferðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins komandi miðvikudaga. 
Æskilegt er að þátttakendur geti gengið í eina klukkustund . Hópurinn hittist alla miðvikudaga kl:13.00 
Umsjón með hópnum er Margrét Indriðadóttir, sjúkraþjálfari

Hreyfing styrkir Ljósiđ

Undanfarin ár hefur Ljósið
verið að efla líkamlega
endurhæfingu með því t.d. að vera í samvinnu við Hreyfingu,
Álfheimum.     Sjá nánar hér

hreyfing_logo.png

     

Vertu međ okkur á Facebook


Ţú ert hér:Forsíđa
Ljósið | Langholtsvegi 43 | 104 Reykjavík | Sími 561-3770